В Рейкьявике и на Вестманских островах проходит выставка картин Александры Аргуновой (Кюрегей)

Выставка Кюрегей

Mad

 

 

 

Почетный член НП «ОДРИ» известная художница и певица Кюрегей Александра Аргунова выбрала для своей персональной выставки залы Общества культурных связей с Россией «MÍR», активным членом которого она является уже многие годы. Александра очаровала зрителей своим пронзительным «воспеванием Земли» и страстным призывом к миру…

35 работ художницы очень понравились не только в Рейкьявике , но и побывали на Вестмандских островах. Из многочисленных отзывов в прессе обратите внимание на заметку Линды Блондаль из Visir.is.

 

 

Linda Blöndal skrifar

Fólk verður að hugsa um frið og hætta að eyðileggja heiminn með stríði og græðgi, segir jakútíska listakonan Kjuregej Alexandra Argunova sem opnaði sína fjórtándu einkasýningu í dag.

Hugsar um frið
Kjuregej hefur búið hér á landi í fimmtíu ár. Hún er fædd í Jakútíu í Síberíu og verk hennar prýða opinberar byggingar víða um land. Í gamla MÍR salnum við Hverfisgötu í Reykjavík opnaði hún sýningu á þrjátíu og fimm verkum sínum, gerðum úr ýmis konar taui og mósaíkmyndir. Sýningin nefnist Lofsyngjum jörðina og er henni stríð og hungur ofarlega í huga.

Hinir ríku halda að þeir ráði öllu
Kjuregej er mikið niðri fyrir um boðskap sýningarinnar.

„Ég hugsa um jörðina sem við búum á. Við erum bara gestir hérna og eigum að haga okkur betur í umgengni við jörðina. Við skulum hugsa um frið og byggja frekar upp auðlindir okkar sem munu hjálpa fólki sem þarf betra líf. En það fer bara allt í vopnakaup og menn eru að sprengja og ræna hér og þar. Þetta gengur ekki lengur, af því við erum komin á 21. öldina þar sem fólk er miklu betur menntað en áður,“ sagði Kjuregej í fréttum Stöðvar tvö þegar litið var inn á sýningaropnun hennar í dag.

Stalín sendi föðurinn í stríð
„En það hlustar enginn. Þeir sem eiga peninga láta eins og þeir ráði yfir heiminum. Það verður að hætta. Þetta fólk verður að stoppa,“ segir hún.

Kjurugej minnist líka seinni heimstyrjaldarinnar sérstaklega en faðir hennar lést í stríðinu.

„Ég missti föður minn þegar ég var aðeins tveggja ára gömul. Hann var drepinn í Úkraínu 1941 þegar Stalín smalaði frá Síberíu bestu skyttunum sem kunnu ekki einu sinni rússnesku. Og þeir áttu bara að skjóta annað fólk en var sjálfum slátrað.“

Kjurugej hélt síðast sýningu árið 2011 en sýningarnar eru orðnar margar og einnig hefur hún ekki ósjaldan staðið á sviði og flutt tónlist eða leikið. Þessi sýning tók um tíu ár að setja saman og augljóst að bæði Ísland og Jakútía í Rússlandi eru áhrifavaldarnir. MÍR salurinn er við hæfi enda unnið að menningartengslum Íslands og Rússlands.

Добавить комментарий