Открытие выставки Къярваля в СПб. Русско-Исландский словарь из рук Президента Исландии. Opnaði Kjarvalssýningu í Pétursborg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi. Hér sést ...stækkaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi. Hér sést hann ásamt Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi þeirra sem fór fram í gær. AFPÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði fyrr í dag yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals í Rússneska ríkislistasafninu í Pétursborg.Sýningin, sem haldin er í tilefni af sjötíu ára afmæli stjórnmálasambands milli landanna, er ein veigamesta sýning á verkum Kjarvals sem sett hefur verið upp í höfuðlistasöfnum Evrópu.Í ávarpi sínu lýsti forseti framlagi Kjarvals til sjálfsvitundar þjóðarinnar, tilfinninga Íslendinga gagnvart náttúrunni, hraunbreiðum, mosa, fjöllum, litadýrð og andstæðum sem og samspili við huldufólk og þjóðsögur, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.Þá kemur fram, að í rússneska ríkislistasafninu hafi fyrr í dag verið athöfn þar sem tilkynnt var um sérstaka bókagjöf sem Menningarsamtök Íslands og Rússlands (MÍR) og ýmsar stofnanir og fyrirtæki standa að.Fyrstu eintök rússnesk-íslenskrar orðabókar afhent fulltrúum háskóla, bókasafna og háskólanema í Pétursborg. mynd/skrifstofa forseta Íslands