17.03.2014.Открытие выставки Къярваля в СПб. Русско-Исландский словарь из рук Президента Исландии.

Opnaði Kjarvalssýningu í Pétursborg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi. Hér sést ...stækkaÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi. Hér sést hann ásamt Vladimír Pútín Rússlandsforseta á fundi þeirra sem fór fram í gær. AFP

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði fyrr í dag yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals í Rússneska ríkislistasafninu í Pétursborg.

Sýningin, sem haldin er í tilefni af sjötíu ára afmæli stjórnmálasambands milli landanna, er ein veigamesta sýning á verkum Kjarvals sem sett hefur verið upp í höfuðlistasöfnum Evrópu.

Í ávarpi sínu lýsti forseti framlagi Kjarvals til sjálfsvitundar þjóðarinnar, tilfinninga Íslendinga gagnvart náttúrunni, hraunbreiðum, mosa, fjöllum, litadýrð og andstæðum sem og samspili við huldufólk og þjóðsögur, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.

Þá kemur fram, að í rússneska ríkislistasafninu hafi fyrr í dag verið athöfn þar sem tilkynnt var um sérstaka bókagjöf sem Menningarsamtök Íslands og Rússlands (MÍR) og ýmsar stofnanir og fyrirtæki standa að.

Fyrstu eintök rússnesk-íslenskrar orðabókar afhent fulltrúum háskóla, bókasafna og háskólanema í Pétursborg.Fyrstu eintök rússnesk-íslenskrar orðabókar afhent fulltrúum háskóla, bókasafna og háskólanema í Pétursborg. mynd/skrifstofa forseta Íslands

Добавить комментарий